Skilmálar

Skil og skilafrestur

Ef skórnir passa ekki eða uppfylla ekki kröfur þínar þá hefur þú 14 daga til að skila skónum aftur til okkar. Allar skilavörur verða að vera ónotaðar og í upprunalega ástandi. Skór sem berast  skemmdir eða óhreinir verður ekki tekið við. Skilafrestur gildir frá dagsetningu sendingarinnar frá okkur og þar til sendinginn er aftur póstlögð til okkar. Allar endurgreiðslur verða að berast í gegnum netverslun. Hægt er að fá fulla endurgreiðslu. 

Kaupandi ber allan kostnað af því að skila vöru og sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. Ef varan er vitlaust afgreidd þá greiðir Bossanova sendingarkostnað við skil. 

Það getur tekið allt að tvær vikur að fá vöruskil endurgreidd en kaupandi fær sendan tölvupóst þegar skilin hafa verið afgreidd.

Sendingarskilmálar

Frí heimsending er á öllum skóm í netverslun okkar um allt land. keyrt er út sendingar milli klukkan 18:00 og 22:00 þriðjudaga og föstudaga innan höfuðborgarsvæðisins. Utan höfuðborgarsvæðis sér Íslandspóstur um flutning. Við sendum skó einnig til útlanda og greiðir viðskiptavinur sendingakostnað.

Það geta komið upp innsláttarvillur við lagertalningu. Ef keypt vara er ekki til verður hún endurgreidd að fullu.

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með kredit- og debetkortum eða millifærslu.

Verð

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK).

Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Öryggisskilmálar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing                                                                                                

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur

 

Bossanova hf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.